Styttri útgáfa:
Öruggt húsnæði fyrir fólk – ekki fjárfesta
- Húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta
- Gæðahúsnæði fyrir fólk óháð efnahag
- Komum í veg fyrir brask á húsnæðismarkaði með þrengri skilyrðum
- Frekari skorður á skammtímaleigu, meðal annars AirBnB
- Leigubremsu strax
- Byggjum fleiri leiguíbúðir í samstarfi við hið opinbera
- Sérstakar vaxtabætur til að mæta aukinni vaxtabyrði heimila
- Séreignasparnaður áfram nýttur í íbúðakaup fyrir fyrstu kaupendur
Heilbrigðiskerfið er hornsteinn velferðarsamfélagsins
- Stöndum vörð um opinbera heilbrigðiskerfið með öllum ráðum
- Höfnum frekari einkavæðingu
- Stöndum með sterkum Landspítala
- Berjumst gegn sölu áfengis í smásölu og höfnum einkavæðingu ÁTVR
- Eflum forvarnir gegn ofbeldi meðal barna og ungmenna.
- Aðgengi að lyfjum í heimabyggð
- Heilsugæsla efld um land allt
- Hagrænir hvatar fyrir lækna út á landi
- Auðveldum læknum og heilbrigðisstarfsfólki að flytja heim með niðurfellingu námslána
- Aukum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu
Menntun er mikilvægasta jöfnunartækið
- Enga stéttaskiptingu í skólakerfinu
- Tryggjum með lögum og fjárframlögum að öll börn komist í leikskóla að loknu fæðingarorlofi
- Jafnrétti til náms – gjaldfrjálsa skóla á öllum stigum
- Metum kennara að verðleikum og aukum stuðning á öllum sviðum
- Eflum grunnrannsóknir og aukum framlög til háskóla
- Lækkum vexti á námslánum og nýtum námslánakerfið til að laða stúdenta heim til Íslands
- Menning og listir eiga að vera aðgengilegar öllum hópum samfélagsins og afnema þarf hindranir sem eru til staðar svo fólk geti notið margs konar menningar.
Skilum tíma til fjölskyldna
- Börn eiga að lifa við frelsi frá fátækt, ofbeldi, rasisma, stéttaskiptingu og kvenfyrirlitningu
- Brúum bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla strax
- Hækkum barnabætur og fæðingarstyrk
- Afnemum skerðingar á lægstu greiðslum í fæðingarorlofi
- Útrýmum biðlistum í þjónustu við öll börn
- Umbyltum meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda
Við erum með náttúruna að láni
- Bönnum hvalveiðar
- Bönnum blóðmerahald
- Friðum Eyjafjörð, Öxarfjörð og Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi
- Fjölga friðuðum svæðum og fasa út eldi í opnum sjókvíum
- Þriðjungur Íslands á láði og legi friðaður fyrir 2030
- Friðum miðhálendið og hálendi Vestfjarða
- Verndum vistkerfin með sjálfbærri nýtingu auðlinda
- Höfnum einkavæðingu á auðlindum og innviðum
- Auðlindaákvæði í stjórnarskrá
- Tryggjum réttarstöðu náttúru- og dýraverndunarsamtaka
- Stöðvum rafmyntagröft á Íslandi og nýtum orkuna í annað
- Vindmyllur rísi bara á þegar röskuðum svæðum og verði í opinberri eigu
Bændur eru vörslumenn landsins
- Nýtt stuðningskerfi þarf að virka fyrir bændur
- Auka þarf stuðning við innlendan landbúnað
- Veitum afslátt á rafmagni til grænmetisbænda
- Styrkjum möguleika bænda til að byggja afkomu sína á náttúruvernd og endurheimt landgæða
- Höldum áfram stórátaki í íslenskri kornrækt
- eflum alla innlenda matvælaframleiðslu
Borgin er ekkert án byggðanna
- Bætum samgöngur um allt land og aukum framlög til vegagerðar
- Fjármögnun jarðgangnaáætlun
- Skólabílar á bundið slitlag og útrýmum einbreiðum brúm á hringvegi
- Tryggjum orkuöryggi og eflum dreifikerfi landsins í sátt við samfélag og náttúru
- Verndum heimilin fyrir óhóflegum hækkunum á raforkuverði
- Setjum lög um almenningssamgöngur
- Flýtum Borgarlínunni
Róttækar en raunhæfar aðgerðir í loftslagsmálum
- Þau borga sem menga – mengunarbótareglan skal ná til allra
- Festum í lög markmið Íslands um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030
- Grænþvottur gerður refsiverður í lögum
- Setjum heildræna loftslagsstefnu
- Stóraukum fjárveitingar til loftslagsaðgerða og flýtum þeim
- Notkun jarðefnaeldsneytis skal hætt fyrir 2040 með orkuskiptum
Kvenfrelsi í augsýn
- Ofbeldi gegn konum er lýðheilsuógn og brýnt að uppræta með öllum tiltækum ráðum
- Útrýmum kynjamisrétti og kvenfyrirlitningu
- Berjumst gegn skerðingu á réttindum kvenna og transfólks
- Aukum virði kvennastarfa og útrýmum launamuni kynjanna
- Tryggjum jafna skiptingu fæðingarorlofs
- Brotaþolar í kynferðisbrotamálum eiga að fá réttarstöðu sem aðilar máls
- Ríkið gert skaðabótaskylt gagnvart þolendum ef gerð eru mistök í rannsókn eða hún tefst óeðlilega.
- Auðveldum þolendum heimilisofbeldis að fá nálgunarbann og beitum sektum fyrir brot á þeim
- Stafræn kynferðisbrot gerð refsiverð með lögum
- Tryggjum mannúðlega leið út úr vændi og mansali
Fjölbreytni bætir öll samfélög
- Tökum vel á móti innflytjendum og tryggjum þeim möguleika á að blómstra sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu
- Engar varðhaldsbúðir fyrir fólk á flótta
- Eina leiðin í málefnum innflytjenda er upplýsing og samtal
- Veitum jaðarsettum hópum sérstaka athygli og umhyggju
- Tryggjum ókeypis íslenskukennslu fyrir innflytjendur
Stríðum lýkur með friði, ekki orustum
- Fordæmum allt stríð og ofbeldi
- Upprætum ómannúðlega stefnu gegn fólki á flótta
- Flýtum afgreiðslu umsókna og aukum fagmennsku
- Verklag og vinnubrögð Útlendingastofnunar skal endurskoðað frá grunni
- Vinnum gegn öllum vopnaburði í íslensku samfélagi
- Tryggjum starfsöryggi lögreglunnar
- Aukum sýnilega löggæslu og traust almennings til lögreglu með markvissum aðgerðum
- Krefjumst vopnahlés í frjálsri Palestínu strax
- Ísraelsk stjórnvöld skulu dregin til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gaza
- Vopnaflutningar til Ísrael skulu stöðvaðir og alþjóðlegar viðskiptaþvinganir settar á