Styðjum við öflugt menningar- og listalíf
VG vill að sveitarfélög leggi áherslu á safnastarf, listsköpun og varðveislu menningarminja enda er öflugt lista- og menningarlíf lykilatriði og aðdráttarafl í blómlegu samfélagi sem sveitarfélög eiga að hlúa sérstaklega að.
Stuðlum að samstarfi sveitarfélaganna í faglegu safnastarfi og varðveislu menningarminja
Öll eiga að eiga möguleika á að þátttöku í menningarstarfi, óháð stétt og stöðu
VG vill tryggja aðgengi allra að menningarstarfi og leitast við ná til þeirra sem sjaldan taka þátt í slíku starfi, t.d. vegna uppruna, búsetu, fötlunar, efnahags eða annarra ástæðna.
Tryggjum aðgengi barna að menningu, listum og skapandi starfi
VG vill tryggja aðgengi barna að menningu og listum og um leið efla möguleika þeirra á þátttöku í hvers
kyns skapandi starfi og listnámi.
Eflum listnám á öllum skólastigum
VG vill efla listnám á öllum skólastigum enda er menntun undirstaða öflugs menningarstarfs. Taka þarf málaflokka menningar og lista sérstaklega til skoðunar innan stjórnsýslunnar.