Íbúasamráð

Vöndum upplýsingagjöf til íbúa og aukum traust á að ákvarðanir séu teknar með heildarhagsmuni að leiðarljósi

VG leggur áherslu á að stjórnkerfi og kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á að tryggja vandaða upplýsingagjöf til íbúa og að skapa traust um að ákvarðanir séu teknar með heildarhagsmuni að leiðarljósi.

Auðveldum íbúum að færa mál í samráðsferli

Tryggjum starfsemi ungmennaráða

Aukum samráð við þau sem nýta velferðarþjónustu

Aukið íbúasamráð á öllum stigum, þar sem raddir allra fá að heyrast

VG vill meira og faglegra samráð við íbúa á öllum stigum og frá upphafi hvers máls. Lögð verði sérstök áhersla á að leita eftir röddum ólíkra hópa og tryggja að þau sem taka þátt í íbúasamráði fái svör við athugasemdum sínum.