Eflum heimaþjónustu fyrir eldra fólk með samþættum þjónustuleiðum
VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að efla heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum.
Tekjutengjum niðurgreiðslu á frístundum fyrir börn
VG vill auka niðurgreiðslu á frístundum fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Bætum móttöku við innflytjendur
Komum á fjármögnuðum aðgerðaráætlunum gegn kynbundnu ofbeldi í öllum sveitarfélögum
Samræmum fjárhagsaðstoð milli sveitarfélaga og tryggjum að hún sé mannsæmandi
VG vill að upphæð fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga verði samræmd milli sveitarfélaga og mannsæmandi svo öll nái endum saman.
Stóraukum heilsueflingu eldra fólks og spornum gegn einmanaleika
Höfnum allir markaðsvæðingu á félags- og velferðarþjónustu
Styttum vinnuvikuna
VG stendur með styttingu vinnuvikunnar og telja mikilvægt að innleiðing hennar í nýjum kjarasamningum gangi vel hjá sveitarfélögunum.
Tryggjum aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu
VG vill að sveitarfélög í samstarfi við ríki og atvinnulíf tryggi aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, einnig í tengslum við hina öru þróun stafræns samfélags.
Tryggjum íslenskukennslu sem er gjaldfrjáls og á vinnutíma fyrir starfsfólk sveitarfélaga af erlendum uppruna
VG vill að starfsmönnum sveitarfélaga af erlendum uppruna standi til boða íslenskukennsla, þeim að kostnaðarlausu og á vinnutíma
Tryggjum þolendum ofbeldis félagslega þjónustu
Sveitarfélög eiga að vinna eftir keðjuábyrgð í innkaupum á vörum og þjónustu
VG vill að sveitarfélög hugi að því að allir samningar um innkaup á þjónustu og vöru séu gerðir þannig að kjarasamningar séu virtir sem og aðrar leikreglur á vinnumarkaði, til dæmis með skýrum ákvæðum um keðjuábyrgð.
Horfum heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggjum samþættingu ólíkra kerfa
VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa.