Upprætum kynjamisrétti
Tryggjum frelsi frá ofbeldi
Leiðréttum kerfisbundið vanmat á kvennastörfum
- Nauðsynlegt er að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis og brjóta þannig upp kynjakerfið.
- Endurmetum virði kvennastarfa með tilliti til ábyrgðar og mikilvægi fyrir samfélagið. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar.
- Tryggjum efnahagslegt öryggi kvenna sem hafa skert lífeyrisréttindi vegna kynbundins launamunar, vanmats á virði kvennastarfa og ólaunaðra starfa yfir ævina.
- Tryggjum jafna skiptingu fæðingarorlofs foreldra og stuðlum að jöfnun umönnunarbyrði kynjanna.
- Upprætum þau viðhorf og kerfi sem leiða af sér kynbundið ofbeldi og tryggjum að öll ofbeldismál fái skjóta og faglega meðferð í réttarvörslukerfinu.
- Tryggjum að brotaþolar séu aðilar máls í kynferðisbrotamálum og að ríkið verði skaðabótaskylt gagnvart þolendum ef mál er fellt niður vegna mistaka við rannsókn eða tafa á málsmeðferð.
- Þróum nýjar leiðir til bregðast við kynferðisbrotum þannig að það séu afleiðingar fyrir þá sem brjóta af sér. Samhliða er mikilvægt að styðja við brotaþola. Auðvelda þarf þolendum heimilisofbeldis að fá nálgunarbann og sekta þarf fyrir brot á slíku banni.
- Breyta þarf hegningarlögum svo þau nái yfir brot í netheimum svo sem djúpfölsun og styrkja þarf löggjöf og aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi.
- Tryggjum að þolendur heimilisofbeldis fái greiða og samræmda þjónustu í öllu heilbrigðiskerfinu.
- Eflum forvarnir gegn ofbeldi meðal barna og ungmenna. Taka verður á áhrifum klámvæðingarinnar og fjalla um tilfinningar, nánd, mörk og samþykki.
- Nauðsynlegt er að tekið sé fullt tillit til þeirra einstöku aðstæðna sem þolendur kynlífsþrældóms og mansals eru í. Verklag Útlendingastofnunar við brottvísanir þarf að breytast þannig að það taki mið af þessu.
- Tryggja þarf leið á félagslegum forsendum út úr vændi eða hvers kyns mansali með því að tryggja afkomu, húsnæði og vernd mansalsfórnarlamba. Fylgja þarf eftir aðgerðaáætlun um mansal og tryggja að henni fylgi fjármagn og mannafli.
Berjast verður gegn aukinni kvenfyrirlitningu og fordómum í samfélaginu með öllum tiltækum ráðum.